Hansína lætur af störfum

Hansína lætur af störfum

Hansína Kristjánsdóttir sem sinnt hefur starfi bókara Umf. Selfoss af mikilli kostgæfni sl. sjö ár lét af störfum um seinustu mánaðarmót. Starf bókara hefur tekið miklum breytingum á þeim tíma sem hún hefur sinnt því og er allt bókhald félagsins í mjög föstum skorðum. Hansínu eru þökkuð vel unnin störf fyrir félagið og óskað velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Starf bókara hefur þegar verið auglýst og má fá nánari upplýsingar hjá framkvæmdastjóra félagsins í síma 894-5070 eða á netfangið umfs@umfs.is.

Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 23. mars 2015.

Að sjálfsögðu var boðið upp á köku á tímamótunum og Hansínu færð blóm sem þakklætisvottur.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson