Hátíðahöldum á þrettándanum frestað

Hátíðahöldum á þrettándanum frestað

Vegna óhagstæðrar veðurspár hefur hefðbundinni þrettándagleði á Selfossi sem vera átti þriðjudaginn 6. janúar verið frestað um óákveðinn tíma. Samkvæmt spá Veðurstofu Ísland er búist við vaxandi suðaustanátt seinnipartinn, 15-23 m/sek og slyddu en síðar rigningu annað kvöld.

Veðurspá fyrir vikuna er rysjótt og því hefur ný dagsetning á þrettándagleðinni ekki verið ákveðin. Tilkynnt verður um nýja dagsetningu á heimasíðu Umf. Selfoss með a.m.k. sólarhringsfyrirvara.