Helga sæmd silfurmerki Umf. Selfoss

Helga sæmd silfurmerki Umf. Selfoss

Guðmundur Kr. Jónsson, formaður Umf. Selfoss, tókst á hendur það ánægjulega verkefni að sæma Helgu Guðmundsdóttur silfurmerki Umf. Selfoss að heimili hennar að morgni 1. maí.

Helga hefur unnið margt góðverkið fyrir félagið en þó líklega hvað mest að hafa í fjóra áratugi séð til þess klæðnaður jólasveinanna okkar úr Ingólfsfjalli hefur ávallt verið fyrsta flokks þegar þeir koma til byggða í desember til að gleðja Selfyssinga á öllum aldri.

Á mynd með frétt nælir Guðmundur Kr. silfurmerkinu í Helgu.
Fyrir neðan er Helga ásamt hluta af fjölskyldu sinni. F.v. Guðbjörg H. Bjarnadóttir, Bryndís Embla Einarsdóttir, Þuríður Ingvarsdóttir, Svanur Ingvarsson, Elísabet Ingvarsdóttir, Einar Guðmundsson, Þröstur Ingvarsson og Helga Guðmundsdóttir.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson