Hjólað í vinnuna hefst í nætu viku

Hjólað í vinnuna hefst í nætu viku

Skráning er hafin í verkefnið Hjólað í vinnuna en keppnin hefst miðvikudaginn 7. maí og stendur til þriðjudagsins 27. maí.

Hægt verður að skrá sig til leiks allt þar til keppninni lýkur. Allir vinnustaðir eru hvattir til þess að skrá sig til leiks og finna öfluga einstaklinga til þess að kynna sér fyrirkomulag keppninnar. Nú getur einn aðili séð um að skrá mörg lið til leiks og einnig er hægt að velja  á milli þess að skrá alla starfsmenn í sama liðið eða setja upp liðakeppni innan vinnustaðarins.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag og skráningu er að finna á heimasíðu verkefnisins í valstikunni „Um Hjólað“. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu ÍSÍ í síma 514 4000 eða senda fyrirspurnir á netfangið hjoladivinnuna@isi.is.