
05 maí Hjólað í vinnuna

Landskeppnin Hjólað í vinnuna rúllar af stað í þrettánda sinn miðvikudaginn 6. maí. Hægt verður að skrá sig til leiks allt þar til keppninni lýkur. Umf. Selfoss hvetur vinnustaði á Selfossi til þess að skrá sig til leiks og finna öfluga einstaklinga til þess að kynna sér skráninguna og fyrirkomulag keppninnar.