Hlaupanámskeið og æfingar á Selfossi 

Hlaupanámskeið og æfingar á Selfossi 

Nú þegar daginn er tekinn að lengja og styttist í vordaga er tilvalið að taka fram hlaupaskóna, fræðast um hlaup og hlaupa úti.

Dagana 3. og 5. mars ætlar Torfi H. Leifsson að koma á Selfoss og halda hlaupanámskeið í Vallaskóla. Á námskeiðinu er farið yfir fjölmarga þætti sem snúa að hlaupum og hlaupaþjálfun og er það ætlað bæði fyrir reynda hlaupara og byrjendur. Búið er að opna fyrir skráningu á hlaupanámskeið Torfa á hlaup.is og þar er einnig að finna frekari upplýsingar.

Í framhaldinu verða Frískir Flóamenn með sérstakar æfingar fyrir hlaupara sem eru að byrja eða hafa ekki hlaupið lengi. Hefjast þær 8. mars og verða í 8 vikur. Æfingarnar verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:15 og er farið frá Sundhöll Selfoss. Leiðbeinandi er Sigmundur Stefánsson. Ekkert gjald er fyrir æfingarnar hjá Frískum Flóamönnum, bara mæta.