Hrafnhildur Hanna íþróttamaður HSK 2012

Hrafnhildur Hanna íþróttamaður HSK 2012

Fimleikakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Umf. Selfoss, var útnefnd íþróttamaður HSK 2012 á héraðsþingi Skarphéðins í Aratungu síðast liðinn laugardag 9.mars. 

Alls var 21 íþróttamaður tilnefndur í kjörinu en sérstök valnefnd kýs íþróttamann ársins.

Hrafnhildur Hanna náði frábærum árangri árið 2012 er hún varð Evrópumeistari í hópfimleikum með unglingalandsliði Íslands í október. Hún var lykilmanneskja í liðinu og stökk m.a. fjórar umferðir af sex á mótinu, en aðeins sex liðsmenn af fjórtán komast í hverja umferð á áhöldum. Liðið varð Evrópumeistari í fjölþraut sem og á gólfi og dýnustökki en hafnaði í 2.sæti á trampólíni.  Hrafnhildur Hanna er mikil íþróttakona og stundar æfingar af miklum metnaði og er yngri íþróttaiðkendum mikil og góð fyrirmynd. 

Auk þess að æfa fimleika spilar Hrafnhildur stórt hlutverk með liði Selfoss í N1-deild kvenna í handbolta.