Hrafnhildur Hanna og Daníel Jens íþróttafólk Umf. Selfoss 2015

Hrafnhildur Hanna og Daníel Jens íþróttafólk Umf. Selfoss 2015

Á aðalfundi Umf. Selfoss sem fór fram í Tíbrá fimmtudaginn 14. apríl var tilkynnt um val á íþróttafólki Umf. Selfoss fyrir árið 2015. Fyrir valinu urðu handknattleikskonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og taekwondomaðurinn Daníel Jens Pétursson.

Við óskum þeim innilega til hamingju með sæmdarheitið.

Hrafnhildur Hanna og Daníel Jens ásamt Guðmundi Kr. Jónssyni formanni Umf. Selfoss.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/GJ