HSK | Héraðsþing á virkum degi

HSK | Héraðsþing á virkum degi

97. héraðsþing HSK 2019 verður haldið í íþróttahúsinu á Laugalandi í Holtum fimmtudaginn 14. mars 2019. Þingið hefst stundvíslega kl. 17:30 og þingslit verða um kl. 21:15.

Þetta er í fyrsta skipti í 109 ára sögu sambandsins sem þingið er haldið að kvöldi til í miðri viku. Lengst af voru þingin tveggja daga, en hafa verið haldin á einum degi frá árinu 1995. Reyndar voru fyrstu aðalfundir sambandsins frá 1910-1921 haldnir á einum degi.

Rétt til setu á þinginu eiga 125 fulltrúar frá 57 aðildarfélögum HSK og tveimur sérráðum sambandsins, auk gesta. Á þiningu verður í fyrsta sinn kunngjört val á íþróttakarli og íþróttakonu HSK, en reglugerð um kjör á íþróttamanni HSK var breytt á héraðsþingi 2018. Framvegis verða íþróttakarl og íþróttakona HSK valin úr röðum þeirra sem tilnefnd eru í einstökum greinum.

Þessa dagana er unnið að lokaundirbúningi þingsins og þá er kjörnefnd sambandsins að störfum, en nefndin hefur það verkefni að koma með tillögu að nefndar- og stjórnarskipan HSK 2019. 

Upplýsingar um fulltrúafjölda félaga og ráða og dagskrá þingsins má sjá á vefsíðu HSK.