Hvatningarverðlaun Árborgar

Hvatningarverðlaun Árborgar

Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss hlaut hvatningarverðlaun íþrótta- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Árborgar (ÍMÁ) fyrir afar öflugt starf á undanförnum árum. Þetta var tilkynnt á verðlaunahátíð ÍMÁ milli jóla og nýárs.

Það var Guðbjörg Jónsdóttir, formaður ÍMÁ sem afhenti Helga S. Haraldssyni, formanni frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss viðurkenninguna.

Ljósmynd af heimasíðu Sveitarfélagsins Árborgar