Innkoma jólasveinanna fellur niður

Innkoma jólasveinanna fellur niður

Annað árið í röð geta jólasveinarnir úr Ingólfsfjalli því miður ekki komið og heilsað upp á íbúa Selfoss og nágrennis nú í desember.

Meðan gildandi sóttvarnartakmarkanir segja til um að ekki mega fleiri en 50 koma saman teljum við ekki forsvaranlegt að stefna fjölda fólks saman til að hitta okkur.

Sendum ykkur öllum bestu óskir um gleðileg jól og minnum ykkur á að við reiknum með að vera á ferðinni um næstu jól. Hlökkum til að sjá ykkur þá.

Með góðri kveðju úr Inghólnum,
Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottaskefill, Askasleikir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir.

Tags: