Íþrótta- og útivistarklúbburinn hefst á morgun

Íþrótta- og útivistarklúbburinn hefst á morgun

Ungmennafélag Selfoss mun í sumar bjóða upp á fimm fjölbreytt og skemmtileg tveggja vikna sumarnámskeið fyrir hressa krakka fædd árin 2005-2010. Markmið námskeiðanna er fjölbreytileiki og skemmtileg hreyfing með mikilli útiveru og íþróttum í góðum félagsskap.

Námskeiðin eru skipulögð og þeim stjórnað af reyndu fólki innan félagsins. Þurfi börn sérstaka aðstoð mun Sveitarfélagið Árborg útvega hana í samræmi við þarfir hvers og eins. Lögð er áhersla á að börnin skemmti sér á námskeiðunum.

Hægt er að velja heilan dag með hádegismat eða hálfan dag, fyrir eða eftir hádegi og geta valið að bæta við hollum og góðum hádegismat með ávöxtum og grænmeti allt eftir því hvað hentar fólki.

Fyrsta námskeiðið hefst miðvikudaginn 10. júni og verður staðsett í Tíbrá að Engjavegi 50. Öll önnur námskeið verða staðsettt í Vallaskóla.

Allar nánari upplýsingar og skráningar má fá hjá Má Ingólfi umsjónarmanni klúbbsins í netfanginu sumarnamskeidumfs@gmail.com eða í síma 868-3474. Einnig er hægt að skrá börnin í klúbbinn á staðnum.

Allar upplýsingar um sumarnámskeið og æfingar á vegum Umf. Selfoss má finna á heimasíðu félagsins og í sumarblaði Árborgar.

Við hlökkum til að hitta hressa krakka í sumar.