Íþrótta- og útivistarklúbburinn

Íþrótta- og útivistarklúbburinn

Íþrótta- og útivistarklúbburinn verður starfræktur í sumar á vegum Ungmennafélags Selfoss eins og síðastliðin sumur. Klúbburinn er fyrir öll börn fædd 2003–2008. Boðið verður upp á fjögur tveggja vikna námskeið frá 10. júní til 2. ágúst.

Markmið námskeiðanna í klúbbnum er fjölbreytileiki og skemmtileg hreyfing með mikilli útiveru og íþróttum í góðum félagsskap. Börnin fá að kynnast sem flestum íþróttagreinum og stefnt er að því að þau nái betri líkamlegri færni og eflist félagslega.

Hægt er að velja hálfan dag eða heilan, fyrir eða eftir hádegi. Einnig verður boðið upp á hollan hádegismat með ávöxtum og grænmeti allt eftir því hvað hentar börnunum. Hvert námskeið stendur yfir í tvær vikur.

Námskeiðin í sumar verða sem hér segir:

1. námskeið: 10. júní – 21. júní
2. námskeið: 24. júní – 5. júlí
3. námskeið: 8. júlí – 19. júlí
4. námskeið: 22. júlí – 2. ágúst

Skráning er í netfangið sumarnamskeidumfs@gmail.com eða á fyrsta degi hvers námskeiðs.

Við hlökkum til að hitta hressa krakka í sumar.

Verð á námskeiðum:

Hálfur dagur kl. 9-12 eða kl. 13-16                                            Kr.   8.500 / (6.375*)

Hálfur dagur kl. 8-12 með aukagæslu 8-9 eða 12-13          Kr.   9.500 / (7.125*)

Heill dagur kl. 9-16 með gæslu 12-13                                       Kr. 14.000 / (10.500*)

Heill dagur kl. 8-16 með gæslu 12-13 og 8-9 eða 16-17     Kr. 15.000 / (11.250*)

Heill dagur kl. 8-17 með gæslu 8-9, 12-13 og 16-17            Kr. 16.000 / (12.000*)

* Syskinaafsláttur er 25% á 2. og 3. barn.

 Með kveðju frá íþrótta- og útivistarklúbbnum 2013 – þar sem leikurinn verður í fyrirrúmi.

 

 Íþrótta- og útivistarklúbburinn

Íþrótta- og útivistarklúbburinn

Íþrótta- og útivistarklúbburinn, sem er fyrir öll börn fædd 2009-2013, er starfræktur í sumar eins og síðastliðin sumur. Klúbburinn er starfræktur á vegum Ungmennafélags Selfoss í góðu samstarfi við Sveitarfélagið Árborg. Klúbburinn býður upp á fjölbreytt og skemmtileg sumaranámskeið fyrir hressa krakka.

 

Markmið námskeiðanna í klúbbnum er fjölbreytileiki og skemmtileg hreyfing með mikilli útiveru og íþróttum í góðum félagsskap. Börnin fá að kynnast sem flestum íþróttagreinum og stefnt er að því að þau nái betri líkamlegri færni og eflist félagslega. Þurfi börn sérstaka aðstoð mun Sveitarfélagið Árborg útvega hana í samræmi við þarfir hvers og eins.

 

Klúbburinn býður upp á fimm fjölbreytt og skemmtileg tveggja vikna sumaranámskeið fyrir hressa krakka í sumar. Hægt er að velja heilan dag með hádegismat eða hálfan dag, fyrir eða eftir hádegi og geta valið að bæta við hollum og góðum hádegismat með ávöxtum og grænmeti allt eftir því hvað hentar fólki. Mikilvægt er að láta umsjónarmann vita ef börnin eru með ofnæmi af einhverju tagi.

 

Námskeiðin í sumar verða sem hér segir:

1. námskeið: 11. júní – 21. júní (24 eða 48 tíma námskeið).

2. námskeið: 24. júní – 5. júlí (30 eða 60 tíma námskeið).

3. námskeið: 8. júlí – 19. júlí (30 eða 60 tíma námskeið).

4. námskeið: 22. júlí – 2. ágúst (30 eða 60 tíma námskeið).

5. námskeið: 6. ágúst – 16. ágúst (27 eða 54 tíma námskeið).

 

Allar nánari upplýsingar og skráningar hjá Heiðrúnu Ósk Sævarsdóttur umsjónarmanni klúbbsins í netfanginu sumarnamskeidumfs@gmail.com eða í síma 857-9756.

 

Við hlökkum til að hitta hressa krakka í sumar.

 

Með kveðju frá Íþrótta- og útivistarklúbbnum 2019 – þar sem leikurinn er í fyrirrúmi

 

—————————————————————————————————————————————————-

 

Íþrótta- og útivistarklúbburinn er staðsettur í Vallaskóla og er gengið inn um inngang við eldhús við gervigrasvöllinn Eikatún.

 

Dagskrá fyrir íþrótta- og útivistarklúbbinn má nálgast hana með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan. Vakin er athygli á að dagskráin getur breyst vegna veðurs.

 

Dagskrá fyrir sumarið 2018 – Ný dagskrá kemur inn um leið og hún liggur fyrir

 

Verð á námskeiðum:

Tegund námskeiðs Verð / (m.afslætti) Viðvera
Hálfur dagur kl. 9-12 eða kl. 13-16 Kr. 12.750 / (10.200*) Viðvera 9-12 eða 13-16
Hálfur dagur með aukagæslu kl. 8-9 eða kl. 16-17 Kr. 14.750 /  (11.800*) Viðvera 8-12 eða 13-17
Hálfur dagur með hádegismat kl. 12-13 Kr. 15.750 / (12.600*) Viðvera 9-13 eða 12-16 bæði með mat
Hálfur dagur með hádegismat og aukagæslu 8-9 eða 16-17 Kr. 17.750 / (14.200*) Viðvera 8-13 eða 12-17 bæði með mat
     
Heill dagur kl. 9-16 með hádegismat Kr. 22.500 / (18.000*) Viðvera 9-16 með mat
Heill dagur kl. 9-16 með hádegismat og aukagæslu 8-9 eða 16-17 Kr. 24.500 / (19.600*) Viðvera 8-16 eða 9-17 bæði með mat
Heill dagur kl. 8-17 með hádegismat Kr. 26.500 / (21.200*) Viðvera 8-17 með mat
     
* Systkinaafsláttur er 20%    

Gengið er frá skráningu og greiðslu í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra á slóðinni selfoss.felog.is.

 

Nánari upplýsingar í netfanginu sumarnamskeidumfs@gmail.com.