Íþróttaskóli barnanna hefst á sunnudag

Íþróttaskóli barnanna hefst á sunnudag

Íþróttaskóli barnanna hefst að nýju sunnudaginn 10. janúar. Kennt er í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla í alls tíu skipti.

Kennt er í tveimur hópum.

Hópur 1 – Klukkan 10:00-10:50 fyrir börn fædd 2013 og 2014.
Hópur 2 – Klukkan 11:00-11:50 fyrir börn fædd 2010-2012.

Kennarar eru Steinunn Húbertína Eggertsdóttir grunnskólakennari og Sigurlín Garðarsdóttir íþróttafræðingur.

Skráning á staðnum frá klukkan 9:30. Verð kr. 12.000 og svo er 50% systkinaafsláttur.

Hlökkum til að sjá ykkur á sunnudögum.