Jólakveðja Ungmennafélags Selfoss

Jólakveðja Ungmennafélags Selfoss

Ungmennafélag Selfoss sendir bestu jóla- og nýárskveðjur til Selfyssinga sem og Sunnlendinga allra.

Við þökkum iðkendum, foreldrum, þjálfurum og félagsmönnum öllum fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Þá viljum við koma á framfæri sérstöku þakklæti til allra styrktaraðila félagsins sem og annarra velunnara okkar.

Vonum að allir hafi það sem allra best um hátíðirnar og njóti samveru með sínum nánustu.

Fyrir hönd Ungmennafélags Selfoss,
Kristín Bára Gunnarsdóttir, formaður
Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri

Tags: