Jólasveinarnir verða heima á aðfangadag

Jólasveinarnir verða heima á aðfangadag

Annað árið í röð munu jólasveinarnir úr Ingólfsfjalli ekki heimsækja Selfyssinga og nærsveitunga með pakka á aðfangadagsmorgun.

Sendum ykkur öllum bestu óskir um gleðileg jól og minnum ykkur á að við reiknum með að vera á ferðinni um næstu jól. Hlökkum til að sjá ykkur þá.

Með góðri kveðju úr Inghólnum,
Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottaskefill, Askasleikir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir.

Tags: