Karlalið Selfoss tilnefnt sem lið ársins

Karlalið Selfoss tilnefnt sem lið ársins

Lið Íslandsmeistara Selfoss er tilnefnt sem lið ársins af samtökum íþróttafréttamanna, en ásamt Selfyssingum eru kvennalið Vals í handknattleik og körfuknattleik einnig tilnefnd. Þetta er í áttunda skipti sem lið ársins er tilnefnt og verða úrslitin kunngjörð í Hörpu laugardagskvöldið 28. desember n.k. um leið og val á íþróttamanni ársins fer fram. 

Patrekur Jóhannesson, fyrrverandi þjálfari Selfyssinga er tilnefndur sem þjálfari ársins ásamt þeim Alfreð Gíslasyni og Óskari Hrafni Þorvaldssyni.

Valið á íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins verður í beinni útsendingu á RÚV, laugardagskvöldið 28. desember.