Kynningarfundur um Landsmót 50+ á Húsavík

Kynningarfundur um Landsmót 50+ á Húsavík

Íþróttanefnd eldri félagsmanna hjá HSK mun halda kynningarfund um Landsmót 50+, sem haldið verður á Húsavík  dagana 20. – 22. júní nk.

Kyninngarfundurinn verður haldinn í Selinu á Selfossi miðvikudaginn 4. júní frá kl. 16:30 – 17:30. Sigurður Guðmundsson landsfulltrúi UMFÍ og framkvæmdastjóri mótsins mun mæta á fundinn og kynna mótið. HSK hvetur fólk, sérstaklega þá sem hefur náð 50 ára aldri, til að mæta á fundinn.

Kaffiveitingar verða í boði HSK.