Kynningarfundur um skíðaíþróttir

Kynningarfundur um skíðaíþróttir

Ungmennafélag Selfoss í samstarfi við áhugafólk um skíðaíþróttir efnir til kynningarfundar um skíðaíþróttir í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss, þriðjudaginn 29. janúar kl. 20:00.

Á fundinum verða kynntar og ræddar hugmyndir um iðkun skíðaíþrótta á Selfossi m.a. ferðir á skíðasvæðið í Bláfjöllum, lagning skíðagöngubrauta á Selfossi o.fl.

Allir velkomnir.