Landsmót UMFÍ 50+ | Skráning hafin

Landsmót UMFÍ 50+ | Skráning hafin

Skráning er hafin á Landsmót UMFÍ 50+ í Hveragerði, sem fer fram dagana 23.-25. júní. Undirbúningur hefur gengið vel og er gert ráð fyrir metfjölda keppenda.

Á mótinu í Hveragerði verður hægt að keppa í fjölda greina allt frá kúluvarpi til pútts, fuglagreiningar, strandblaki til pönnukökubaksturs og stígvélakasts. Þá er bridds eftir, golf, boccía og utanvegahlaupið. Þetta er bara brot af greinunum.

Það er lítið mál að skrá sig og hægt að velja milli þess að greiða með kreditkorti eða greiðsluseðli. Keppandi á mótinu greiðir eitt gjald og getur síðan keppt í eins mörgum greinum og hann vill. Til að skrá sig er nauðsynlegt að eiga rafræn skilríki eða Íslykil.

Skráning á Landsmót 50+

Sjáumst í góðu skapi í Hveragerði 23. júní.