Lárus Blöndal kjörinn forseti ÍSÍ

Lárus Blöndal kjörinn forseti ÍSÍ

72. Íþróttaþing Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands var haldið í Gullhömrum í Grafarholti 17. og 18. apríl sl. Góð mætin var á þingið, en 198 fulltrúar áttu rétt til setu á þinginu. HSK átti rétt á að senda sjö fulltrúa á þingið. Þeir sem fóru voru þau Guðríður Aadnegard, formaður HSK, Örn Guðnason, varaformaður HSK, Guðmundur Jónasson, gjaldkeri HSK, Helgi S. Haraldsson, ritari HSK, Gestur Einarsson, varastjórn HSK, Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK og Guðmundur Kr. Jónsson, formaður Umf. Selfoss. Markús Ívarsson, Umf. Samhygð, fyrsti varamaður á kjörbréfi, sat þingið á föstudeginum.

Fyrir þinginu lág 31 tillaga sem fjallað var um í nefndum langt fram eftir á föstudeginum og voru svo afgreiddar á þinginu á seinni þingdegi. Meðal tillagna sem samþykktar voru, var lagabreyting um stjórnarkjör í ÍSÍ. Fjölgað var í stjórn í 15 manns og kjörtímabil lengt í fjögur ár. Mun þessi breyting taka gildi á næsta þingi eftir tvö ár en í dag eru 11 í stjórn, auk þriggja varamanna.

Á þinginu voru kjörnir fjórir Heiðursfélagar ÍSÍ en sú heiðursnafnbót er æðsta viðurkenning innan vébanda ÍSÍ.  Nýir Heiðursfélagar ÍSÍ eru Benedikt Geirsson fyrrverandi formaður Skíðasambands Íslands, Jens Kristmannsson íþróttaleiðtogi frá Ísafirði, Margrét Bjarnadóttir fyrrverandi formaður Fimleikasambands Íslands og Reynir Ragnarsson fyrrverandi formaður ÍBR. Fjórir einstaklingar voru sæmdir Heiðurskrossi ÍSÍ. Það voru þau Albert H. N. Valdimarsson, Camilla Th. Hallgrímsson, Dóra Gunnarsdóttir og Elsa Jónsdóttir. Þá voru Gunnar A. Huseby frjálsíþróttamaður og Torfi Bryngeirsson frjálsíþróttamaður útnefndir í Heiðurshöllina.

Lárus L. Blöndal var einróma endurkjörinn forseti ÍSÍ til næstu tveggja ára með dynjandi lófaklappi en ekkert mótframboð kom fram. Í framkvæmdastjórn voru eftirtaldir kjörnir: Garðar Svansson, Guðmundur Ágúst Ingvarsson, Gunnar Bragason, Gunnlaugur A. Júlíusson, Hafsteinn Pálsson, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Ingi Þór Ágústsson, Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Örn Andrésson. Í varastjórn voru kjörin þau Jón Finnbogason, Lilja Sigurðardóttir og Þórey Edda Elísdóttir.

Friðrik Einarsson og Jón Gestur Viggósson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Þeir voru báðir heiðraðir í lok þings með Gullmerki ÍSÍ fyrir störf sín í þágu íþróttahreyfingarinnar.

Á þinginu kom út vegleg ársskýrsla um stafsemina.