Leiðbeiningar um skráningu í hraðpróf hjá IceMedica í Vallaskóla 9. og 10. desember v/jólasýningar

Leiðbeiningar um skráningu í hraðpróf hjá IceMedica í Vallaskóla 9. og 10. desember v/jólasýningar

IceMedica mun mæta á Selfoss fimmtudaginn 9. desember og föstudaginn 10.desember og bjóða upp á gjaldfrjálsa skimun (hraðpróf). Prófin verða í boði á milli 15 og 18 þessa daga í austurrými Vallaskóla á Selfoss. Gengið inn Engjavegsmegin.

Þegar þið opnið hlekkinn til að bóka hraðpróf veljið þið einhvern af þeim flipum sem merktir eru sýnatöku í Vallskóla á Selfossi. 

Þið fyllið formið inn 1x fyrir hvern aðila sem þarf að fara í skimun. Nafn þess sem verið er að bóka þarf að vera í fyrstu línu og þeirri fjórðu, sjá texta inni í línunum. Þegar þið hafið staðfest bókun fáið þið tölvupóst með kóða á nafni hvers aðila. Mikilvægt að foreldrar sjái um að bóka börn sem eru undir 16 ára aldri og mikilvægt að allar upplýsingar séu réttar í bókuninni. Mæta þarf með kóðann í skimun.

Í neðstu línu á bókunarforminu þarf að skrifa fæðingardag, mánuð og ár. Flýtileið er þessi:

  1. Ýtið á línuna og upp kemur sá mánuður sem er núna, í dag: Nóvember 2021.
  2. Ýtið á efstu línuna: Nóvember 2021 / Desember2021.
  3. Ýtið þá á ártalið 2021.
  4. Flettið til baka í ártölum (ör til vinstri framan við ártalið) og veljið það bil sem á við.
  5. Veljið viðkomandi ár á töflunni sem birtist (fæðingarár viðkomandi).
  6. Veljið viðkomandi mánuð af töflunni og síðan daginn. Þar með birtist þetta rétt í línunni.

Að lokum samþykkið þið bókunina og fáið kóða á netfangið sem þið gefið upp og þar koma líka niðurstöður.

Hér er hlekkir í sýnatökurnar: