Leiðtogasólarhringur á Laugarvatni

Leiðtogasólarhringur á Laugarvatni

Fimmtán ungmenni tóku þátt í verkefni á vegum ungmennaráðs Ungmennafélags Íslands sem haldið var á Laugarvatni á dögunum.

Verkefnið bar heitið Leiðtogasólarhringur en ungmennaráðið hafði veg og vanda að dagskránni. Fimmtán ungmenni mættu til leiks og óhætt að segja að verkefnið hafi tekist vel í alla staði. Að sögn Sabínu Steinunnar Halldórsdóttur, landsfulltrúa UMFÍ, voru ungmennin mjög ánægð og nutu samverunnar vel saman.

Selfyssingarnir Esther Hallsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir tóku þátt í verkefninu fyrir hönd HSK.

Sagt var frá verkefninu á heimasíðu UMFÍ auk þess sem myndir eru á fésbókarsíðu UMFÍ.

 

Tags: