Líf og fjör í íþróttaskóla barnanna

Líf og fjör í íþróttaskóla barnanna

Íþróttaskóli barnanna hjá fimleikadeildinni hófst að nýju seinasta sunnudag í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla. Fjöldi nýrra iðkenda hóf æfingar en einnig voru mörg andlit frá því fyrir áramót. Það eru Steinunn H. Eggertsdóttir og Sigurlín Garðarsdóttir sem stýra skólanum af miklum myndarskap.

Kennt er í tveimur hópum börn fædd 2013 og 2014 kl. 10 og börn fædd 2010-2012 kl. 11.

Það er ennþá pláss fyrir fleiri iðkendur í skólanum en skráningar og greiðsla er á staðnum.