Lógó í Listagjánni

Lógó í Listagjánni

Sýningin „Lógó í Listagjánni“ var opnuð í Listagjánni í Bókasafni Árborgar fimmtudaginn 3. september.

Sýningin samanstendur af 40 lógóum eða merkjum sem Örn Guðnason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Umf. Selfoss, hefur hannað á yfir þrjátíu ára tímabili en stór hluti lógóanna var hannaður fyrir íþrótta- og ungmennafélög.

Sýningin er opin á opnunartíma Bókasafnsins og stendur til 30. september.

Tags: