Metnaðarfull þjálfararáðstefna í Árborg

Metnaðarfull þjálfararáðstefna í Árborg

Þjálfararáðstefna Árborgar 2015-2016 í samvinnu við Umf. Selfoss og með stuðningi Héraðssambandsins Skarphéðins og menntavísindasviðs Háskóla Íslands á Laugarvatni fór fram um seinustu helgi. Þema ráðstefnunnar í ár var markmið, skipulag og vellíðan.

Fjöldi góðra fyrirlesara tóku þátt í ráðstefnunni sem tókst vel að mati skipuleggjenda hennar. Fjöldi þjálfara sótti fyrirlestrana og fóru heim margsvísari um markmiðssetningu, skipulag og vellíðan þjálfara og iðkenda.

Frá vinstri Janus Guðlaugsson, Fjóla Signý Hannesdóttir og Vésteinn Hafsteinsson fluttu erindi á ráðstefnunni á laugardag.
Ljósmynd: Umf: Selfoss/GJ.