Metþáttaka á Unglingalandsmóti UMFÍ

Metþáttaka á Unglingalandsmóti UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Keppnislið HSK hefur aldrei verið fjölmennara á unglingalandsmóti utan héraðs, en 198 keppendur tóku þátt. Keppnisliðið hefur aðeins einu sinni verið fjölmennara, en það var á Unglingalandsmótinu á Selfossi 2012.

Á mótsetningunni gekk HSK hópurinn í bláum jökkum merktum HSK og Arionbanka, en bankinn hefur styrkt þátttöku HSK á mótinu með myndarlegum hætti undanfarin ár.  Er bankanum þakkaður stuðningurinn.

Keppnislið okkar stóð sig frábærlega á keppnisvellinum, vann til fjölda verðlauna og skemmtu sér gríðarlega vel í góðra vina hópi.

Nánar er fjallað um mótið á vef HSK og á vef Sunnlenska.is er viðtal við Evu Maríu Baldursdóttur sem setti nýtt Íslandsmet í hástökki á Unglingalandsmótinu.