Ný heimasíða í samstarfi við Endor

Ný heimasíða í samstarfi við Endor

Í byrjun september var tekin í notkun ný heimasíða fyrir Umf. Selfoss. Fyrr í sumar var ákveðið að ganga til samstarfs við vefþjónustuna Endor á Selfossi og er síðan nú hýst hjá því fyrirtæki. Um leið og síðan var færð yfir voru gerðar ýmsar útlits- og efnisbreytingar á henni í þeim tilgangi að gera hana einfaldari og um leið meira spennandi. Viðmót síðunnar er í svokölluðu WordPress kerfi sem er einfalt og þægilegt í notkun.

Á myndinni handsala þau Grétar Magnússon frá Endor og Kristín Bára Gunnarsdóttir formaður Umf. Selfoss samstarf félaganna.