Nýja stúkan vígð

Nýja stúkan vígð

Nýja stúkan við Selfossvöll verður vígð fyrir leik Selfoss og Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna föstudaginn 14. júní kl. 19:15.

Stutt vígsluathöfn hefst kl. 19:00 þar sem sr. Óskar Hafsteinn blessar stúkuna áður en lyklar að henni verða formlega afhentir Ungmennafélaginu. Hvetjum alla stuðningsmenn Selfoss til að fjölmenna á völlinn og taka þátt í vígslunni.