Nýr hópleikur hjá Selfoss getraunum

Nýr hópleikur hjá Selfoss getraunum

Nýr hópleikur, vorleikur Selfoss getrauna, hefst laugardaginn 19. janúar næstkomandi. Hægt er að skrá sig til leiks í félagsheimilinu Tíbrá (Engjavegi 50), þar sem við erum með opið hús kl. 11:00 – 13:00 alla laugardaga í vetur. Einnig er hægt að skrá sig í hópleikinn á slóðinni www.tippleikur.is/selfoss.

Eflum félagsandann og mætum í félagsheimili UMF. Selfoss í Tíbrá á laugardagsmorgnum. Þar er heitt á könnunni og bakkelsi á boðstólum frá Guðnabakaríi.

Láttu vini þína, félaga og fjölskyldu vita og hvettu alla til að mæta með okkur.

Með bestu kveðjum,
2. flokkur kvenna og karla,
Gissur, Guðmundur og Rúnar í Selfoss getraunum.