Nýr þjónustusamningur undirritaður

Nýr þjónustusamningur undirritaður

Ungmennafélag Selfoss og Sveitarfélagið Árborg skrifuðu í gær undir eins árs framlengingu á þjónustussamningi sem verið hefur í gildi undanfarin ár.

Við undirritun kom fram vilji beggja aðila til að hefja þegar í stað endurskoðun á samningnum með það að markmiði að framlag bæjarins til afreksstarfs Umf. Selfoss verði aukið frá og með árinu 2017. Verður horft til þess að styðja enn frekar við grunnrekstur á meistaraflokkum félagsins og hjálpa til við að styrkja starf félagsins og auðvelda því að halda úti víðtæku og öflugu afreksstarfi innan bæjarfélagsins.

Það voru Guðmundur Kr. Jónsson formaður Umf. Selfoss, Gissur Jónsson framkvæmdastjóri Umf. Selfoss, Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar og Sandra Dís Hafþórsdóttir varaformaður bæjarráðs Árborgar sem skrifuðu undir samninginn í nýjum fundarsal í Tíbrá, félagsheimili og þjónustumiðstöð Umf. Selfoss. Guðmundur Kr. lýsti breytingunum fyrir viðstöddum en þær eru gerðar til að mæta vaxandi þörf á félagsins fyrir skrifsstofu- og félagsaðstöðu.

Frá undirritun samningsins en viðstaddir voru Gissur, Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, Ásta, Guðmundur, Sandra Dís og Sveinbjörn Másson vallarstjóri.