Nýtt námskeið hjá Íþróttaskóla barnanna

Nýtt námskeið hjá Íþróttaskóla barnanna

Íþróttaskóli fimleikadeildar Umf. Selfoss hefst að nýju laugardaginn 19. janúar 2013. Námskeiðið, sem er fyrir börn fædd 2008-2010, er 10 skipti og kostar 10.000 krónur. Veittur er 50% systkinaafsláttur. Námskeiðsgjald greiðist við skráningu. Skráning verður í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla, laugardaginn 19. janúar frá kl. 9:15. Börn fædd 2010 og 2011 eiga tíma kl. 9:30-10:20 og börn fædd 2008 og 2009 kl. 10:30-11:20. Kennarar á námskeiðinu eru Steinunn H. Eggertsdóttir grunnskólakennari og Heiðrún Jóhanna Heiðarsdóttir íþróttafræðingur.
Nánari upplýsingar veitir Steinunn í síma 660 1851.
 
Stjórn fimleikadeildar Umf. Selfoss