Nýtt námskeið hjá Íþróttaskóla barnanna

Nýtt námskeið hjá Íþróttaskóla barnanna

Íþróttaskóli fimleikadeildar Umf. Selfoss hefst að nýju laugardaginn 15. september. Námskeiðið eru 10 skipti og kostar 10.000 krónur. Veittur er 50% systkinaafsláttur. Námskeiðsgjald greiðist við skráningu.

Börn fædd 2010 og janúar til júní 2011 eiga tíma kl. 9:30-10:20.
Börn fædd 2008 og 2009 eiga tíma kl. 10:30-11:20.

Skráning er í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla, laugardaginn 15. september frá kl. 9:00

Kennarar á námskeiðinu eru Steinunn H. Eggertsdóttir grunnskólakennari og Heiðrún Jóhanna Heiðarsdóttir íþróttafræðingur.

Stjórn Fimleikadeildar Umf. Selfoss.