Nýtum tækifærin núna – skoðanir ungs fólks

Nýtum tækifærin núna – skoðanir ungs fólks

UMFÍ er að fara af stað með nýtt verkefni sem heitir Nýtum tækifærin núna – skoðanir ungs fólks. Markmið verkefnisins er að fá fólk saman úr ungmennafélagshreyfingunni, bæði stjórnendur og ungt fólk sem starfið er hugsað fyrir. Ungt fólk á aldrinum 18-30 ára er boðið sérstaklega velkomið.

Starf íþrótta- og ungmennafélaga miðast að miklu leyti við að þjónusta börn og ungmenni. Hver er skoðun ungs fólks á starfi íþrótta- og ungmennafélaga og hvað finnst ungu fólki vera vel gert? Vill ungt fólk sjá breytingu á hreyfingunni?

UMFÍ efnir til fjögurra umræðupartýa og fer það fyrsta fram föstudaginn 25. nóvember kl. 17.00-19.30 í þjónustumiðstöð UMFÍ í Sigtúni 42 í Reykjavík.

Umræður verða brotnar upp með bingó spili sem fulltrúar úr Ungmennaráði UMFÍ stýra. Glæsilegir vinningar verða í boði fyrir heppna þátttakendur. Léttar veitingar í boði – Allir áhugasamir velkomnir!

Nánari upplýsingar um verkefnið og skráningu má finna á vefsíðu UMFÍ.