Ólympíufarar heiðraðir

Ólympíufarar heiðraðir

Síðatliðinn föstudag heiðruðu Sveitarfélagið Árborg og Ungmennafélagið Selfoss frjálsíþróttakonuna Fjólu Signý Hannesdóttur og júdómanninn Egil Blöndal sem unnu til verðlauna á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í sumar.

Fjóla krækti sér í gull, silfur og brons en Egill vann bronsverðlaun í liðakeppni í júdó.

Kristín Bára Gunnarsdóttir, formaður Umf. Selfoss og Kjartan Björnsson, formaður íþrótta- og menningarnefndar Árborgar þökkuðu þeim fyrir framlag sitt til íþróttastarfs á Selfossi og glæsilegan árangur á alþjóðlegum vettvangi.