Örn hlaut glæsilega kosningu í stjórn UMFÍ

Örn hlaut glæsilega kosningu í stjórn UMFÍ

Ný stjórn var kjörin á 49. sambandsþingi UMFÍ í Vík í Mýrdal um helgina. Selfyssingurinn Örn Guðnason hlaut glæsilega kosningu en hann fékk atkvæði 107 af þeim 111 fulltrúum sem tóku þátt í kosningunni.

Á þinginu var Haukur Valtýsson kjörinn nýr formaður UMFÍ og tekur við af Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttir formanni til seinustu átta ára. Aðrir í stjórn eru Hrönn Jónsdóttir, Ragnheiður Högnadóttir, Helga Jóhannesdóttir, Gunnar Gunnarsson og Björn Grétar Baldursson. Í varastjórn eru Sigurður Óskar Jónsson, Þorgeir Örn Tryggvason, Guðmundur Sigurbergsson og Kristinn Óskar Grétusson.

Örn t.h. og Gunnar Gunnarsson kampakátir á sambandsþinginu um helgina.
Ljósmynd: UMFÍ