Óskað er eftir starfsfólki í Íþrótta- og útivistarklúbbinn

Óskað er eftir starfsfólki í Íþrótta- og útivistarklúbbinn

Eins og undanfarin ár verður Íþrótta- og útivistarklúbburinn, sem er fyrir öll börn fædd 2004-2009, í fullum gangi í sumar. Klúbburinn er starfræktur á vegum Ungmennafélags Selfoss í góðu samstarfi við Sveitarfélagið Árborg.

Klúbburinn býður upp á fjölbreytt og skemmtileg sumaranámskeið fyrir hressa krakka. Markmið námskeiðanna er fjölbreytileiki og skemmtileg hreyfing með mikilli útiveru og íþróttum í góðum félagsskap. Börnin fá að kynnast sem flestum íþróttagreinum og stefnt er að því að þau nái betri líkamlegri færni og eflist félagslega. Lögð er áhersla á að börnin skemmti sér á námskeiðunum.

Ungmennafélagið Selfoss leitar eftir góðum félagsmönnum sem hafa áhuga á að starfa í klúbbnum í sumar.

Viðkomandi þarf meðal annars að vera uppátækjasamur, stundvís, áreiðanlegur og sjálfstæður í vinnubrögðum.
Mestu máli skiptir þó að viðkomandi hafi brennandi áhuga á að leika sér með börnum og finnist gaman að hoppa í pollum.
Lágmarksaldur umsækjenda er 18 ára á árinu.

Vinnutími er á milli kl. 8 til 17 alla virka daga. Ráðningartími er frá 10. júní til 1. ágúst.

Umsóknarfrestur er til 5. maí 2014.

Allar óskir um nánari upplýsingar og umsóknir skal komið til Más Ingólfs umsjónarmanns klúbbsins í netfangið sumarnamskeidumfs@gmail.com eða í síma 868-3474.