Pottlok vantar á stóra pottinn

Pottlok vantar á stóra pottinn

Þegar konurnar í eldhúsinu í Tíbrá komu til starfa í haust kom í ljós að pottlok vantar á stóra pottinn. Ef einhver veit hvar pottlokið er niður komið þá er viðkomandi beðinn um að skila því í Tíbrá sem fyrst. Pottloksins er sárlega saknað enda erfitt að halda hita á stórum potti án þess að hafa lok.