Ráðstefna um afreksíþróttir

Ráðstefna um afreksíþróttir

Næsta mánudag fer fram ráðstefna um stefnumótun í Afreksíþróttum í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Frítt er inn á þessa ráðstefnu, en gert er stutt hlé á dagskrá og geta þátttakendur keypt sér hádegisverð hjá Café easy sem er staðsett í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Miðað við forskráningu á ráðstefnuna má búast við því að færri komist að en vilja og er því óskað eftir skráningum á netfangið skraning@isi.is eigi síðar en föstudaginn 10. október nk. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu ÍSÍ.

Takmarkaður sætafjöldi er í boði.