Ráðstefna undir formerkjum Sýnum karakter verkefnisins

Ráðstefna undir formerkjum Sýnum karakter verkefnisins

Í haust, nánar tiltekið föstudaginn 29. september, munu ÍSÍ og UMFÍ efna til ráðstefnu undir formerkjum Sýnum karakter verkefnisins. Markmið ráðstefnunnar er að hvetja stjórnendur íþróttahreyfingarinnar til að auka samtal og samráð við ungmenni og finna leiðir til að auka þátttöku ungs fólks í öllu starfinu.

Ráðstefnan verður tileinkuð ungu fólki innan íþróttahreyfingarinnar og byggist dagskráin upp á  fyrirlestrum um morguninn en eftir hádegi verður unnið í hópum og að lokum munu hóparnir eiga samtal við þá sem taka ákvarðanir innan íþróttahreyfingarinnar (decision makers). Fyrirlestrunum er ætlað að opna augu þátttakenda á ólíkum hlutverkum og möguleikum innan íþróttahreyfingarinnar og munu fyrirlesarar koma úr hópi dómara, þjálfara og stjórnenda og þá mun fulltrúi ungmenna af erlendum uppruna segja frá gildi íþróttaþátttöku til að aðlagast samfélaginu.

Á næstu vikum verður sérsamböndum og héraðssamböndum boðið að senda tvö ungmenni á aldrinum 13-25 ára á ráðstefnuna.