
09 mar Rétt viðbrögð við heilahristingi
Posted at 11:24h
in Fimleikar, Fréttir, Frjálsíþróttir, Handbolti, Júdó, Knattspyrna, Mótokross, Sund, Taekwondo

Að undanförnu hefur skapast nokkur umræða um höfuðhögg íþróttafólks. Að því tilefni er rétt að rifja upp að í apríl 2014 gaf heilbrigðisnefnd KSÍ út leiðbeiningar og ráðleggingar vegna heilahristings. Jafnframt var fjallað um viðfangsefnið á súpufundi KSÍ í sama mánuði, þar sem Reynir Björnsson læknir fór yfir rétt viðbrögð í slíkum tilfellum.