Sameiginlegur foreldrafundur yngri flokka í handbolta

Sameiginlegur foreldrafundur yngri flokka í handbolta

Sameiginlegur foreldrafundur hjá yngri flokkum í handbolta verður haldinn fimmtudaginn 13. september næstkomandi í íþróttahúsi Vallaskóla (gengið inn úr anddyri Vallaskóla). Þar mun yfirþjálfari fara yfir vetrarstarfið í handboltanum, farið verður yfir fyrirkomulag greiðslu æfingagjalda og búningamál rædd. Fundurinn hefst kl. 18:00, en að honum loknum verða fundir í hverjum flokki fyrir sig.