Samið við Bergrúnu og Hrafnhildi

Samið við Bergrúnu og Hrafnhildi

Í vikunni skrifuðu tvær bráðefnilegar stelpur, Bergrún Linda Björgvinsdóttir og Hrafnhildur Hauksdóttir, undir 2 ára samninga við Selfoss. Báðar hafa þær æft með u17 ára æfingahópum KSÍ undanfarið og eru m.a. að æfa með því liði núna um næstu helgi ásamt stöllu sinni Katrínu Rúnarsdóttir sem einnig er í Selfossi.

Bergrún Linda Björgvinsdóttir, sem er fædd 1996, kemur frá samstarfi KFR og ÍBV. Hún hefur spilað 6 leiki með u17 ára landsliði íslands og spilaði m.a. í úrslitum Norðurlandamótsins í júlí á þessu ári.

Hrafnhildur Hauksdóttir, sem einnig er fædd 1996, kemur líka frá samstarfi KFR og ÍBV. Hrafnhildur er örfætt og hefur spilað sjö leiki með u17 ára landsliðinu.

Báðar þessar stelpur koma frá yngri flokkum KFR og hitta þær fyrir Katrínu Rúnarsdóttir sem kom til Selfoss frá KFR í fyrra. Bjóðum við stelpurnar innilega velkomnar og megi þær halda áfram að blómstra og bæta á sig blómum fyrir Selfyssinga.

Kv. GB