Samningur um rekstur Selfossvallar framlengdur

Samningur um rekstur Selfossvallar framlengdur

Fyrir hálfum mánuði var undirritaður rekstrarsamningur milli Ungmennafélags Selfoss og Sveitarfélagsins Árborgar um Selfossvöll, íþróttasvæði sveitarfélagsins við Engjaveg á Selfossi. Um er að ræða tímabundinn samning til eins árs.

Með samningnum eru tryggðar greiðslur til að standa undir rekstrarkostnaði íþróttasvæðisins hvort sem er laun starfsmanna, rekstur mannvirkja, orkukaup og fleiri þættir sem falla undir rekstur íþróttasvæðisins.

Það voru Guðmundur Kr. Jónsson formaður Umf. Selfoss, Gissur Jónsson framkvæmdastjóri Umf. Selfoss, Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar og Kjartan Björnsson formaður íþrótta- og menningarnefndar Árborgar sem undirrituðu samninginn í Tíbrá, þjónustumiðstöð Umf. Selfoss í brakandi blíðu fimmtudaginn 7. júlí.

Að lokinni undirrituna skelltu menn sér á völlinn. F.v. Guðmundur, Ásta, Gissur og Kjartan.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Sveinbjörn Másson