Selfossþorrablótið 2015

Selfossþorrablótið 2015

Selfossþorrablótið 2015 verður haldið í íþróttahúsi Vallaskóla laugardaginn 24. janúar,

Miðasala og borðapantanir fer fram í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss, til kl. 17 alla virka daga. Miðasölu lýkur mánudaginn 19. janúar en þá verður opið í Tíbrá til kl. 20. Einnig er hægt að kaupa miða í síma 482-2477.

Það er takmarkaður fjöldi miða í boði og því nauðsynlegt að bregðast skjótt við. Við biðjum þorrablótsgesti að athuga að þeir velja sér sæti á blótinu um leið og þeir kaupa miða.

Veislustjóri er Selfyssingurinn síkáti Torfi Ragnar Sigurðsson lögfræðingur og einn dyggasti stuðningsmaður Umf. Selfoss en það efast enginn um að hann mæti í vínrauðu á blótið. Ræðumaður kvöldsins er annar Selfyssingur og ekki síður ötull stuðningsmaður ungmennafélagsins, Guðni Ágústsson rithöfundur, skemmikraftur og landbúnaðarráðherra Íslands.

Selfyssingurinn Kristjana Stefáns kemur fram ásamt blústríói sínu en það skipa eingöngu Sunnlendingar sem eru jafnframt meðal fremstu tónlistarmanna þjóðarinnar í dag. Ómar Guðjónsson á gítar, Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir (Lay Low) á bassa og Bassi Ólafsson á trommur.

Stuðlabandið leikur af sinni alkunni snilld undir fjöldasöng áður en þeir trylla dansþyrsta þorrablótsgesti í hringdans og annarri hefðbundinni þorrablótsgleði og fjöri fram eftir nóttu.

Miðaverð kr. 7.900 í mat og kr. 3.500 inn á ballið.

Húsið opnar kl.18:30 og hefst borðhald stundvíslega kl. 20:30. Opnað er fyrir ballgesti kl 23:00.