Selfossþorrablótið í Hvítahúsinu – Örfáir miðar eftir í matinn

Selfossþorrablótið í Hvítahúsinu – Örfáir miðar eftir í matinn

Ákveðið hefur verið að færa Selfossþorrablótið 2015 í Hvítahúsið til að skapa enn meiri og þéttari stemningu um blótsgesti. Er þetta gert í ljósi þess að miðasala gekk ekki eins vel og lagt var upp með í upphafi.

Eftir sem áður verður sama góða stemningin á blótinu og mun Umf. Selfoss kappkosta að gestir njóti matarins, skemmtunarinnar og samvista hver við annan. Þá verður áfram sérstakt ungmennafélagsverð á völdum veigum af bar.

Þar sem færri matargestir komast að í Hvítahúsinu eru einungis örfáir miðar eftir í matinn á blótinu og verða þeir til sölu í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss, að Engjavegi 50 eða í síma 894-5070.

Að lokinni hefðbundinni skemmtun mun Stuðlabandið telja í hringdans kl. 23 þegar húsið opnar fyrir ballgesti. Það verður rífandi fjöri fram eftir nóttu á þorrablótsballi. Vegna breytinganna hefur miðaverð á ballið hefur verið lækkað í kr. 2.000.-