Selfossvörurnar fást í Intersport

Selfossvörurnar fást í Intersport

Nú á haustdögum fóru Intersport og Errea á Íslandi í samstarf. Allur Selfoss fatnaður fæst nú í Intersport á  Selfossi og mun starfsfólkið leggja sig fram við að eiga alltaf til keppnisbúninga og æfingagalla félagsins ásamt öðrum fylgihlutum. Það er von Intersport að með þessu verði þjónusta við iðkendur Selfoss bætt til muna, úrvalið muni aukast og aðgengi að félagsvörum muni verða  betra en hingað til hefur verið. Um helgina verður 15% kynningarafsláttur á vörunum og geta þá félagsmenn Selfoss komið og gert góð kaup á félagsvörum. Afsláttur byrjar á fimmtudag og stendur fram yfir helgina.

Intersport óskar eftir góðu samstarfi við ungmennafélaga á Selfossi og sendir öllum deildum baráttukveðjur í leikjum félagsins á komandi keppnistímabili.

Tags:
,