Sigur í Safamýrinni

Sigur í Safamýrinni

Selfoss sigraði Fram U örugglega í Grill 66 deild kvenna á sunnudag með átta mörkum, 18-26.

Selfyssingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu snemma töluverðu forskoti með öflugri vörn sem heimastúlkur áttu í stökustu vandræðum með að finna glufur á.  Leiddu 4-11 eftir 15 mínútur og voru gestirnir þar með búnir að leggja grunn að góðum sigri.  Selfyssingar héldu þessari forystu út hálfleikinn og voru yfir 8-14 að fyrri hálfleik loknum.  Fram U mættu heldur skarpari til leiks eftir hlé og minnkuðu muninn í 5 mörk, 10-15.  Stelpurnar frá Selfossi létu ekki slá sig út af laginu og skoruðu næstu fjögur mörk, heimastelpur svöruðu með fjórum mörkum.  Selfyssingar réðu hins vegar lögum og lofum síðustu tíu mínútur leiksins og náðu mest 10 marka forystu, lokatölur urðu svo 18-26.

Tinna Sigurrós Traustadóttir var markahæst Selfyssinga með 10 mörk, Tinna Soffia Traustadóttir og Elín Krista Sigurðardóttir skoruðu hvor sín 4 mörkin, Robera Stropus 3, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir og Kristín Una Hólmarsdóttir skoruðu 2 mörk og Katla Björg Ómarsdóttir skoraði 1.

Mina varði vel í markinu, með eitthvað um 10 bolta í fyrri hálfleik.

Selfoss situr því í öðru sæti Grill 66 deildarinnar, jafnar ÍR að stigum.  Breiðhyltingar eiga hins vegar einn leik til góða.  Lokaleikur Selfoss fyrir jól verður svo á sunnudaginn þegar stelpurnar taka á móti U-liði Vals í Set höllinni.


Mynd: Tinna Sigurrós var markahæst með tíu mörk í leiknum og Tinna Soffía var líka öflug með fjögur mörk skoruð.
Umf. Selfoss / SÁ