Sigur og tap í 4. flokki

Sigur og tap í 4. flokki

Bæði liðin í 4. flokki léku gegn ÍBV fyrr á sunnudag og voru leikirnir mjög ólíkir. Í 97 vann Selfoss 14 marka sigur 39-25 en í 98 vann ÍBV 20-29

Eldra liðið (97) tapaði sínum fyrsta leik um seinustu helgi og svöruðu því á hárréttan hátt. Þeir komu sterkari til baka, fóru í grunninn og styrktu hluti eins og vörnina sem hefur dalað aðeins að undanförnu. Það skilaði sér í því að liðið komst strax yfir og leiddi 9-4 eftir 9 mínútur. Eftir 16 mínútur hafði liðið skorað 16 mörk gegn 8 frá gestunum. Eftir það var aldrei spurning hvernig færi. Hálfleikstölur voru 19-11 og lokatölur sem áður segir 39-25

Frábær varnarleikur Selfoss í leiknum réð hvað mestu að þessu sinni. Út frá honum fékk liðið ótal mörk úr hraðaupphlaupum. Þá var fjölbreytnin í sóknarleiknum mikil og gerðu þar 9 leikmenn mark í leiknum. Ánægjulegast var þó að sjá hve sterk liðsheildin var að þessu sinni en með hana að vopni stöðvar ekkert þessa stráka.

Yngra liðið (98) fór hægt af stað. Þeir voru þó ekki meira en 2-3 eftir ÍBV allan hálfleikinn. Varnarleikurinn var nokkuð góður lengst af en í sókninni vantaði allan hraða. Staðan var 9-12 í hálfleik og hefði Selfoss hæglega getað verið í jöfnum leik en til viðbótar við að eiga nokkuð inni í hálfleiknum þá brenndi liðið af mörgum úrvals færum í bland við að gera ódýr sendingarmistök

Í seinni hálfleik var ÍBV hins vegar mun sterkara. Þeir fóru strax í 10-17 og náði Selfoss aldrei að koma spennu í leikinn eftir það. Lokatölur voru 20-29

Spilið í sóknarleiknum var alltof hægt og of fáir leikmenn þar sem náðu að skila miklu til liðsins. Það  spil sem liðið hefur náð upp undanfarna leiki var ekki sjáanlegt að þessu sinni. Þá hafði það nokkuð að segja að aðalsmerki liðsins, varnarleikurinn, var ekki góður nema í 20 mínútur að þessu sinni.