Sigurður Þór félagi ársins

Sigurður Þór félagi ársins

Á aðalfundi Umf. Selfoss árið 2020, þar sem árið 2019 var gert upp og tókst loks að halda í fjarfundi miðvikudaginn 16. desember síðastliðinn, var tilkynnt að Sigurður Þór Ástráðsson hlyti Björns Blöndal bikarinn sem félagi ársins hjá Umf. Selfoss árið 2019.

Sigurður Þór er einn dyggasti stuðningsmaður Umf. Selfoss og mætir á alla heimaleiki hvort sem er í handbolta eða fótbolta. Hann er auk þess virkur í heimaleikjaráði handboltans og keyrir handboltastrákana okkar í alla útileiki.

Það var við hæfi að Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Umf. Selfoss, afhenti Sigga Þór viðurkenninguna áður en hann keyrði strákana í leikinn gegn Fram í gær sunnudag.

Við óskum Sigurði Þór til hamingju með viðurkenninguna um leið og við þökkum honum fyrir afar fórnfúst og gott starf fyrir félagið.

Sigurður Þór (t.v.) tekur við Björns Blöndal bikarnum úr hendi Guðmundar Hólmars. Að baki þeim eru leikmenn og starfslið meistaraflokks karla í handbolta.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Þorsteinn Rúnar